fimmtudagur, október 05, 2006

Flestir geta fríkkað.

Ég hef ekkert alltaf verið þurrkuð með fegurðarklútnum, eða verið í heppnispeysunni (reyndar er ég í henni ennþá held ég). Þetta er svolítið erfitt að vera svona eins og ég er í dag því ég veit hvernig það er að vera eins og þið hin.
Reyndar var þetta ekki mér að kenna framan af, ég var bara það óheppin að fæðast það góða ár 1985, þá var móðins að hafa gleraugu á stærð við 42´sjónvarp. Þau voru í raun það stór að jafnvægispunkturinn í mér raskaðist, sem var svolítið erfitt þar sem ég er og var ekkert hávaxin.
Stundum held ég samt að foreldrar mínir hafi notað gleraugun sem þau völdu mér sem refsitækni, og viti menn, það tókst.
Síðar (þegar ég kann það) ætla ég að láta myndir af mér og gleraugna safni mínu inn á þessa síðu og það verður rukkað inn.

Ein af mínum uppáhaldsmyndum er fermingarmyndin mín, en þá bara ég af...
Svört þykk gleraugu (sem reyndar er ekki hægt að kenna öðrum um en mér)
dragt (að því ég var að reyna vera öðruvísi, sem var ekki gott því mín líkamlega ásjóna sá alveg um það)
og síðast en ekki síst þá skartaði ég þessum forlátu teinum, bæði uppi og niðri.

Þannig að gott fólk og Helgi Haukur, sumum er bjargandi, haldið bara fast í trúnna allir fá sinn tíma til þess að blómstra, sjáið þið bara mig.

Birta, verðug fyrirmynd

(skýjað, hægt veður, 6 gráður)