Afmæli og fleira skemmtilegt
Stórbrotið afmæli mitt þar sem mikið var um dýrðir líkt og vanalega. Ég bauð mannskapnum upp á kjötsúpu líkt og árinu áður og var hún étin með bestu lyst...
Kjötsúpan rann ljúflega ofan í afmælisgestina
Auk þess fékk ég fjölmargar fallegar gjafir og ber þar helst að nefna...vín, ilmkerti, diskókúlu, Bart Simpson grímu, júgur (plast), lúffur, gjafabréf uppá 1000 ml af gæðamiði sem útleystur verður á vordögum, Thule húfu og fjölmargt annað fallegt
Thule húfan góða
Helgina 19-20 janúar fór svo hópur fríðleiksfólks í ferðalag með hinu víðfræga hrútavinafélagi á Strandir, Dali og Kolbeinstaðahrepp. Ég ákvað að vera bara heima og læra, en það gekk reyndar ekki betur en svo að þegar ég var búin að gráta úr mér augun af öfund allan laugardaginn fékk ég til liðs við mig tvo vaska sveina og við keyrðum vestur í dali og hittum ferðalangana og ég eyddi svo sunnudeginum með þeim og fékk minn skerf af drykkju og ferðalagi. Það var nú gott...
Birta og Mads á góðri stund
Ég og Lilja eldhressar
Hópurinn fylgist með af áhuga
80´s ball var svo haldið síðastliðinn fimmtudag. Allir skemmtu sér vel og fátt annað um það að segja og læt ég því myndirnar tala sínu máli...
Ég og Mads
Mæja og Mads sýndu af sér mikla kæti
Silja, Birta og Valþór bregða á leik
Meðleigjendur mínir voru einnig mjög hressir og kynþokkinn var í fyrirrúmi
Að lokum er hér myndband sem ég vona að þið hafið eitthvert gagn af og einnig nokkur gaman.
Góðar stundir.....
Mæju færi ég mínar bestu þakkir fyrir hjálpina við gerð myndbandsins og fyrir lánið á myndunum sem ég hef hef birt hér að ofan... Mæja þú ert æði
kv. Helga María.....næstum því 25
Rok, rigning og umfram allt leiðindaveður.
<< Home