Nýtt met
Gott fólk og Steingrímur
Ég er ótrúlega ánægð með allt fólkið sem er komið á Hvanneyri til að fræðast, þótt að það sé verið að hola því niður út um allt. Það er bara ekki laust við að ég hlakki til annað kvöld, en þá er fyrsta grillið. Alltaf gaman að sjá hvað fólki gerir af sér svo verð ég líka í því að smella nafni hvers og eins á miða og líma á viðkomandi þannig veit ég hverjir allir eru.
Að öðru þið vitað orðatiltækið ,,koma til dyranna eins og maður er klæddur" jahh ég gerði gott betur, sagan um þegar ég drap næstum póstinn er bara kid stuff miðað við þetta.
úff hér kemur það
Síðust helgi var ég að passa Megas (Chihuahua hundinn hennar Kollu) og allt í lagi með það, en litli pjakkur átti það til að gelta á þá sem voru eitthvað að brasa fram á gangi sem var dulítið hvimleitt þar sem það var fólk að flytja þar inn og sem sagt stanlaus umgangur.
Á laugardeginum var ég að koma úr sturtu og var bara ein heima, dregið fyrir þannig að ég ákvað bara að bera á mig krem finna til föt í rólegheitunum, svona eins og maður gerir, nema hvað að þegar ég er inn í herbergi byrjar litli að góla alveg svakalega. Ég garga eitthvað á hann um að hætta þessu og annað slíkt þangað til að ég gefst upp og stekk fram til að fá hann til að hætta.
En obb obb hvað er á ganginum.... LÁRUS HÚSVÖRÐUR er kominn inn á mitt gólf og þetta hræðilega, hræðilega augnablik sem við stöndum beint á móti hvert öðru með skelfingarsvip þar sem ég er ÁN KLÆÐA fyrir utan handklæði um hausinn virtist vera sem heil eilífð. Þetta var alveg svona Matrix dæmi allt var í sló mósjón og heimurinn stöðvaðist mér til mikillar skelfingar.
Ég áttaði mig loksins og stökk inn í herbergi og gróf mig undir sængina og bara NEI NEI NEI NEI NEI NEI!!!!! mér fannst ég vera óhrein, skemmd og opinberuð. Hvað sem það var sem var verið að refsa mér fyrir þá er ég svo sannarlega búin að taka út mína refsingu jafnvel líka fyrir tilvonandi syndir.
Það versta er samt að ég þarf að hafa samskipti við Lárus í framtíðinni en ég stefni á að hunsa það þangað til að það hverfi og gleymist.
Lifið vel
Birta berrössuð
(skúrir SA 8m/s. 13°c)
Ég er ótrúlega ánægð með allt fólkið sem er komið á Hvanneyri til að fræðast, þótt að það sé verið að hola því niður út um allt. Það er bara ekki laust við að ég hlakki til annað kvöld, en þá er fyrsta grillið. Alltaf gaman að sjá hvað fólki gerir af sér svo verð ég líka í því að smella nafni hvers og eins á miða og líma á viðkomandi þannig veit ég hverjir allir eru.
Að öðru þið vitað orðatiltækið ,,koma til dyranna eins og maður er klæddur" jahh ég gerði gott betur, sagan um þegar ég drap næstum póstinn er bara kid stuff miðað við þetta.
úff hér kemur það
Síðust helgi var ég að passa Megas (Chihuahua hundinn hennar Kollu) og allt í lagi með það, en litli pjakkur átti það til að gelta á þá sem voru eitthvað að brasa fram á gangi sem var dulítið hvimleitt þar sem það var fólk að flytja þar inn og sem sagt stanlaus umgangur.
Á laugardeginum var ég að koma úr sturtu og var bara ein heima, dregið fyrir þannig að ég ákvað bara að bera á mig krem finna til föt í rólegheitunum, svona eins og maður gerir, nema hvað að þegar ég er inn í herbergi byrjar litli að góla alveg svakalega. Ég garga eitthvað á hann um að hætta þessu og annað slíkt þangað til að ég gefst upp og stekk fram til að fá hann til að hætta.
En obb obb hvað er á ganginum.... LÁRUS HÚSVÖRÐUR er kominn inn á mitt gólf og þetta hræðilega, hræðilega augnablik sem við stöndum beint á móti hvert öðru með skelfingarsvip þar sem ég er ÁN KLÆÐA fyrir utan handklæði um hausinn virtist vera sem heil eilífð. Þetta var alveg svona Matrix dæmi allt var í sló mósjón og heimurinn stöðvaðist mér til mikillar skelfingar.
Ég áttaði mig loksins og stökk inn í herbergi og gróf mig undir sængina og bara NEI NEI NEI NEI NEI NEI!!!!! mér fannst ég vera óhrein, skemmd og opinberuð. Hvað sem það var sem var verið að refsa mér fyrir þá er ég svo sannarlega búin að taka út mína refsingu jafnvel líka fyrir tilvonandi syndir.
Það versta er samt að ég þarf að hafa samskipti við Lárus í framtíðinni en ég stefni á að hunsa það þangað til að það hverfi og gleymist.
Lifið vel
Birta berrössuð
(skúrir SA 8m/s. 13°c)
<< Home