sunnudagur, apríl 22, 2007

Gríðarleg stemmning

Sælt veri fólkið
Birta litla fór með fríðu föruneyti í Skagafjörðinn um helgina á Tekið til kostanna.
Ég gat ekki farið með enda er ég á síðustu metrunum í þessu lokaverkefni og jafnframt á síðustu metrunum í þolinmæði og geðheilsu. Þetta er nú ljóta vitleysan og bjáninn ég sem er farin að reyta hár mitt yfir 5 eininga lokaverkefni en er jafnframt búin að fá MS lokaverkefni þar sem er lokaverkefnið er 15 einingar. Það er lesendur góðir ÞRISVAR sinnum meira. Þá held ég að mennirnir í hvítu sloppunum verði búinir að ná í mig og bera mig út froðufellandi í spennitreyju áður en því helvíti lýkur.
....gott þetta Helga.

Stuðkveðjur
Helga María, skjálfhent af kaffi- og tóbaksneyslu
SSA, 8,5°á celsius og prýðisveður