mánudagur, mars 26, 2007

Helstu fréttir...

Sæl verið þið...
Á föstudaginn var afmælisveisla á barnum. Tilefnið var tvöfalt 25 ára afmæli hjá Svönu og Guffu. Stemmningin var gríðarleg og ég held að flestir hafi náð ansi hreint góðu ölvunarstigi, enda var frítt vín fram eftir kveldi og eins og allir vita er voðinn vís þegar slíkt er í boði. Að minnsta kosti kom annað afmælisbarnið og nýjasti heimilsmeðlimurinn heim um hálf sjö um morgunun, pakksödd eftir sunnudagssteikina hans Steingríms. Ég fór ekki í party enda fór ég heim að ríða eins og allir ættu vita, a.m.k. þeir sem voru á opna deginum á Hesti og hittu Helga Hauk...
Það var gaman á opna deginum, nema það var allt of mikið af fólki, sérstaklega Helga Hauki og lítið um vín. Við eignuðumst fullt af fínu dóti og komum heim svoleiðis klyfjaðar af derhúfum og pennum...gott að eiga þetta.
Á sunnudaginn hélt ég mér heima að læra en Birta litla fór með Steingrími til Jóns á Kópareykjum að stinga út. Ég held það hafi verið gaman hjá þeim... framanaf hjá Birtu en gleðin bara jókst hjá Steingrími eftir því sem leið á kvöldið. En þetta var ágætt, allir komu þeir aftur og enginn þeirra dó...að minnsta kosti ekki fyrr en heim var komið.

Yfir og út....

Helga María

(Sólskin (eitthvað sem ég hélt ég sæi aldrei aftur) og 5°á selsíus)