mánudagur, janúar 22, 2007

samantekt

Sælt veri fólkið

Nú er allt búið að gerast, ég er búin að losna við leppinn og komin heim úr Hreðjarsferð. Við Helga erum enn að jafna okkur og það verður nú að segjast að fyrsta hugsun mín í morgun var ekki falleg... jahh og ég var ekki upp á mitt besta. Ég held að fegurðarklúturinn sé búinn að vera í hreinsum alla síðustu viku. En nú er ég búin að losna undan oki leppsins og fegurð mín fær að njóta sín að fullnustu vei vei..

Ég held að ég og Helga ætlum að taka því aðeins rólega í áfengisnotkun næstu daga og fyrir mína parta ætla ég að reyna að hemja mig í henni fram að þorrablóti, ég held að það sé góð hugmynd þar sem ég er ekki búin að vera að sinna skólanum sem skyldi og eitthvað sem heitit samviska er að narta í mig, ég kann ekki við það.

Kannski er þetta bara óráð og töflunar sem ég fann að tala, hefði ekki átt að borða þær allar í einu.

Birta fávís kona í ölæði
(ANA 3 m/sek, -6 gráður. skýjað og útlit fyrir snjókomu)