Sannur jólaandi
Sælt veri fólkið
Fyrst að jólin nálgast óðfluga og hinn sanni jólaandi á eftir að hellast yfir allt og alli í formi vægrar geðveilu sem virðist hrjá svona.... humm 99% landans. En hvað um það þá er þessi geðveila ekki aðeins eitthvað sem einkennir Íslendinga því ég hef orðið var við þetta erlendis, nánar tiltekið í mínu móðurlandi.
Það var þannig nefnilega að ein jólin ákváðum við að vera í Noregi, til þess að sjá hverning upprunalegu Íslendingarnir gerðu það. Það gekk svo sem slysalaust fyrir sig nema eitt atvik sem ég man alveg sérstaklega, það felur í sér ömmu og marsipangrís.
Það er nefnilega einhver lenska þar, svo sem eins og hér, að hafa svona einskonar möndlugjöf. Sem væri svo sem ekki frásögufærandi nema fyrir það að ég hlaut hnossið og viti menn fékk þennan fína marsipangrís í verðlaun. Þarna sat ég með með móðurfjölskudu minni, móður og systrum í mestu makindum hæst ánægð með að hafa unnið verðlaunin þar til hún amma mín kær færðist nær mér og hrifsaði að mér grísinn og beit af honum hausinn....
Hvað á maður að gera? Óharnaður unglingurinn...
Ég er nú ekki að segja að þetta var eitthvað hræðilegt (ber ör fyrir lífstíð) en þetta dettur mér í hug alltaf stöku sinnum svona í kringum hátíðarnar.
Kveðja Birta jólagrís
(Austan þrír m/sek, 2 gráður á celsius)
Fyrst að jólin nálgast óðfluga og hinn sanni jólaandi á eftir að hellast yfir allt og alli í formi vægrar geðveilu sem virðist hrjá svona.... humm 99% landans. En hvað um það þá er þessi geðveila ekki aðeins eitthvað sem einkennir Íslendinga því ég hef orðið var við þetta erlendis, nánar tiltekið í mínu móðurlandi.
Það var þannig nefnilega að ein jólin ákváðum við að vera í Noregi, til þess að sjá hverning upprunalegu Íslendingarnir gerðu það. Það gekk svo sem slysalaust fyrir sig nema eitt atvik sem ég man alveg sérstaklega, það felur í sér ömmu og marsipangrís.
Það er nefnilega einhver lenska þar, svo sem eins og hér, að hafa svona einskonar möndlugjöf. Sem væri svo sem ekki frásögufærandi nema fyrir það að ég hlaut hnossið og viti menn fékk þennan fína marsipangrís í verðlaun. Þarna sat ég með með móðurfjölskudu minni, móður og systrum í mestu makindum hæst ánægð með að hafa unnið verðlaunin þar til hún amma mín kær færðist nær mér og hrifsaði að mér grísinn og beit af honum hausinn....
Hvað á maður að gera? Óharnaður unglingurinn...
Ég er nú ekki að segja að þetta var eitthvað hræðilegt (ber ör fyrir lífstíð) en þetta dettur mér í hug alltaf stöku sinnum svona í kringum hátíðarnar.
Kveðja Birta jólagrís
(Austan þrír m/sek, 2 gráður á celsius)
<< Home