Frekar stirð
Sæl veri fólkið
í gær var Hrútavinafélagið Hreðjar að borga skuld sína við Jón á Kópa. En við keyptum af honum Lundason sem ber nú nafnið Hreðjar IV, og mun hann verða boðinn upp næstkomandi föstudag.
Við borguðum fyrir hrútinn með skítamokstri og því verður ekki neitað að ég finn aðeins örla á stirðleika í skrokknum, en það er örugglega ekkert á við Svein sem var með okkur og var í keppni um að moka sem hraðast, og já hann vann alveg þá keppni.
Það er samt ekki laust við að manni er farið að hlakka til atburðarins á föstudaginn, það verður eflaust fróðlegt að vita hver verður stærsti hluthafi af Hreðjari.
Hvet sem flesta nær og fjær til þess að mæta á þennan merka atburð.
Bið ykkur vel að lifa
Birta í djúpum skít
(-2 gráður, logn, hálfskýjað)
í gær var Hrútavinafélagið Hreðjar að borga skuld sína við Jón á Kópa. En við keyptum af honum Lundason sem ber nú nafnið Hreðjar IV, og mun hann verða boðinn upp næstkomandi föstudag.
Við borguðum fyrir hrútinn með skítamokstri og því verður ekki neitað að ég finn aðeins örla á stirðleika í skrokknum, en það er örugglega ekkert á við Svein sem var með okkur og var í keppni um að moka sem hraðast, og já hann vann alveg þá keppni.
Það er samt ekki laust við að manni er farið að hlakka til atburðarins á föstudaginn, það verður eflaust fróðlegt að vita hver verður stærsti hluthafi af Hreðjari.
Hvet sem flesta nær og fjær til þess að mæta á þennan merka atburð.
Bið ykkur vel að lifa
Birta í djúpum skít
(-2 gráður, logn, hálfskýjað)
<< Home