fimmtudagur, október 26, 2006

Íslenskur fréttaflutningur

Fá gefins vél
Hólmvíkingar fá gefins vél í skólabíl sveitarfélagsins sem notaður hefur verið fyrir akstur úr Djúpinu.

Dísilvél bílsins er ónýt eftir aðeins 135 þúsund kílómetra akstur sem þykir afspyrnu léleg ending fyrir þess konar vél, eins og segir í fundargerð sveitarstjórnarinnar.

„En sem betur fer ætlar umboð Ingvars Helgasonar að láta okkur fá nýja, strípaða vél okkur að kostnaðarlausu og benti auk þess á verkstæði sem var tilbúið að setja nýju vélina í fyrir 120 þúsund krónur," segir í fundargerðinni.

Um er að ræða mikið breyttan bíl.

Stolið af fréttavef vísis

Kveðja Helga María
SSA-átt, 4,5 á celsíuskvarða