mánudagur, október 09, 2006

Afrek dagsins

Ég náði að gera eiginlega allt annað en að læra í dag, ég fór eftir að ég vaknaði á hrútasýningu Lunddælinga og Andkílinga kl. eitt og fór það vel fram. Allir voru óþægilega stilltir og kurteisir nema við mæðgur á Gullberastöðum, við náðum svolítið að halda uppi óreiðu og skrílslátum og gerðum við óspart grín af Skagfirðingum og þeim sem voru að dæma sem töluðu ekki allt of hátt.

Eftir að við höfðum verið á þessari sýningu, þar sem Hestmenn og Lunddælingar báru af öðrum keppendum, fór ég og reyndi að næra mig eitthvað áður en embættisstörf mín hófust. Þau fólu það í sér fara á þann fróma stað Kópareyki í Reykholtsdal og velja hrút til kynbóta á Syðstu-Fossum fyrir hönd Hrútavinafélagsins Hreðjars. Tókst það ágætlega og festum við kaup á Lundasyni sem lofaði góðu og var vænlegur til afreka.

Mikið meir gerðist ekki í dag fyrir utan almenna drykkju og ólæti.
Kveðja Birta ótrúlega ómissandi

(Dropar í lofti, norðaustan 3, hita 8 gráður á selsíuskvarða).