Dægrastytting
Sælt veri fólkið
Fyrst að allt annað en lærdómur virðist vera lífsnauðsynlegt að framkvæma ætla ég að segja ykkur nokkur stórmerkileg og bráðnauðsynleg orð.
Hvað er betra en að segja ykkur eitthvað frá æsku minni, endalaus uppspretta skemmtunar.
Ég og hjól eigum ekki svo vel saman, ég held að ég sé með bara einhvern vatnsleka í eyranu sem veldur því að mitt jafnvægislyn er ekki til staðar. Eða kannski er það vegna þess að ég sá ekkert mína fyrstu 18 mánuði og hafði því ekki möguleika á því að þróa jafnvægið á við hin heilbrigðu börnin.
Hvað sem það er þá veldur það því að ég er frekar völt svona og samhæfing hugar og handar er ekki alltaf sem skyldi.
Ég man að þegar ég var aðeins yngri og ekki mikið minni þá fengum við systur hjól, það var mikill gleðidagur og spenningurinn í hámarki. Ég var náttúrulega æst í það að prófa fákinn, en málið var það að foreldrar mínir ákváðu að vera forsjálir og kaupa lítið eitt stærra hjól en ég þurfti á þeim tíma. Síðan gæti ég stækkað upp það.... já... stækkað (ég er nú reyndar alltaf að bíða eftir þeim vaxtarkipp).
Hvað með það þá rauk ég á hjólið og þeyttist af stað.
Fyrir þá sem þekkja til heima hjá mér þá er hlaðið í hring og síðan get ég beygt fyrir horn á slétt plan áður en afleggjarinn tekur við, sem er svolítið brattur.
Ég byrjaði að hjóla og hjóla og hjóla, allt gekk vel ég náði hringnum á hlaðinu og var komin á talsverða ferð þegar ég var að undirbúa mig undir það að beygja fyrir hornið... en obbobb... ég náði ekki alveg að stjórna stýrinu og NÁÐI ekki un bremsunar (því að mamma og pabbi höfðu keyrt hjól sem ég myndi vaxa upp í!!) og ég þaut niður afleggjarann.
Ég gerði það sem öllum 12 ára stelpum dettur í hug, ég garga.... læt pabba fá næstum því hjartaáfall og hann hleypur á eftir mér.
Ég reyndi að beygja hjólinu en allt kom fyrir ekki. ég endaði á túnhliðinu sem er beint á móti afleggjaranum. Klessti á túnhliðið, kippti því af, flaug af hjólinu beint í einhvert drullusvað, nokkrum metrum frá, með andlitið fyrst og á eftir mér kom fákurinn góði, með hliðdrusluna flækta í sér, beint á mig.
Í þessu kom faðir minn að athuga hvort að ég væri nú heil, sem ég var svo sem fyrir utan eina framtönn og brotið stolt.
Þetta var dagurinn sem ég ákvað að hjóla ekki mikið meira...
tour de france... þetta er bara hópur af spennufíklum
Birta á fljúgandi ferð
(hálfskýjað, 14 stig, austan 4, ágætisveður)
Fyrst að allt annað en lærdómur virðist vera lífsnauðsynlegt að framkvæma ætla ég að segja ykkur nokkur stórmerkileg og bráðnauðsynleg orð.
Hvað er betra en að segja ykkur eitthvað frá æsku minni, endalaus uppspretta skemmtunar.
Ég og hjól eigum ekki svo vel saman, ég held að ég sé með bara einhvern vatnsleka í eyranu sem veldur því að mitt jafnvægislyn er ekki til staðar. Eða kannski er það vegna þess að ég sá ekkert mína fyrstu 18 mánuði og hafði því ekki möguleika á því að þróa jafnvægið á við hin heilbrigðu börnin.
Hvað sem það er þá veldur það því að ég er frekar völt svona og samhæfing hugar og handar er ekki alltaf sem skyldi.
Ég man að þegar ég var aðeins yngri og ekki mikið minni þá fengum við systur hjól, það var mikill gleðidagur og spenningurinn í hámarki. Ég var náttúrulega æst í það að prófa fákinn, en málið var það að foreldrar mínir ákváðu að vera forsjálir og kaupa lítið eitt stærra hjól en ég þurfti á þeim tíma. Síðan gæti ég stækkað upp það.... já... stækkað (ég er nú reyndar alltaf að bíða eftir þeim vaxtarkipp).
Hvað með það þá rauk ég á hjólið og þeyttist af stað.
Fyrir þá sem þekkja til heima hjá mér þá er hlaðið í hring og síðan get ég beygt fyrir horn á slétt plan áður en afleggjarinn tekur við, sem er svolítið brattur.
Ég byrjaði að hjóla og hjóla og hjóla, allt gekk vel ég náði hringnum á hlaðinu og var komin á talsverða ferð þegar ég var að undirbúa mig undir það að beygja fyrir hornið... en obbobb... ég náði ekki alveg að stjórna stýrinu og NÁÐI ekki un bremsunar (því að mamma og pabbi höfðu keyrt hjól sem ég myndi vaxa upp í!!) og ég þaut niður afleggjarann.
Ég gerði það sem öllum 12 ára stelpum dettur í hug, ég garga.... læt pabba fá næstum því hjartaáfall og hann hleypur á eftir mér.
Ég reyndi að beygja hjólinu en allt kom fyrir ekki. ég endaði á túnhliðinu sem er beint á móti afleggjaranum. Klessti á túnhliðið, kippti því af, flaug af hjólinu beint í einhvert drullusvað, nokkrum metrum frá, með andlitið fyrst og á eftir mér kom fákurinn góði, með hliðdrusluna flækta í sér, beint á mig.
Í þessu kom faðir minn að athuga hvort að ég væri nú heil, sem ég var svo sem fyrir utan eina framtönn og brotið stolt.
Þetta var dagurinn sem ég ákvað að hjóla ekki mikið meira...
tour de france... þetta er bara hópur af spennufíklum
Birta á fljúgandi ferð
(hálfskýjað, 14 stig, austan 4, ágætisveður)
<< Home