þriðjudagur, október 10, 2006

Gleðidagur

Nú gerðist það gott fólk, dagurinn sem allir biðu eftir....
Við lögðum í bjór, loksins.
Við gerðum allt rétt, töluðum við gerið svo að það myndi vaxa og dafna, leika sér við sykurinn á kyngimagnaðan hátt og þessi tryllti dans gers og sykurs í leginum mun geta af sér ljúfan, svalandi, perlandi mjöð.
Við förum með Mæju sem okkar andlega stuðningsmann og leiðbeinandi á meðan við hræðum saman efnið, það var gaman.
Þetta er lífið, þetta er stundin sem við höfum beðið eftir, nú er ekkert eftir nema að bíða rólega, þó með tilhlökkun eftir að við megum fara að tappa á og njóta innan skamms... Bíðið bara, bíðið bara

Kveðja Birta og Helga

(suðvestan 5, súld, 6 gráður á celsíuskvarða)