sunnudagur, október 15, 2006

Svindl, svindl, svindl

Af hverju getur Birta alltaf fengið að gera allt sem hana langar til en ég er hér heima kvöld eftir kvöld að læra.
Ég er er nefninlega að fara í próf á morgun en Birta ekki, þannig hún er búin að fá að vera full alla helgina, vera með ólæti og almennt fylleríisröfl á meðan ég sit hér með tárin í augunum, lærdómsbækurnar í höndunum og að drepast því ég er svo djöfulli abbó.
Svo finnst mér endalaust verið að nudda mér uppúr þessu. Birta, Helgi Haukur og Einar Kári að koma hingað til að segja mér allt þetta ótrúlega magnaða sem gerst hefur undanfarnar nætur, eins og þegar Stonemask dó og var málaður, svo það nýjasta, hvað það gerðist margt skemmtilegt á Geirmundi. Ég hefði ekki viljað missa af því þegar Birta rauk uppá svið til að fá eiginhandaráritun frá honum ,,Geira sínum". En ég missti af því eins og öllu öðru skemmtilegu þessa dagana. Ég er að kafna ég er svo abbó.

Kveðja Helga, svo abbó
rigning, hiti 6,6°