miðvikudagur, nóvember 01, 2006

Stundir sem vekja ekki stolt mitt

Það eru nokkrar stundir í lífi mínu sem ég er ekki sérstaklega stolt af...
-fermingargreiðslan mín
-öll gleraugu sem ég hef borið fram til 18 ára aldurs
-ýmsir drengir sem voru myndarlegir í skjóli nætur og ég var að reyna vera töff án gleraugna

og síðast en ekki síst föstudagskvöldið á fjórðungsmóti.

Þetta byrjaði vel og líkt og öll önnur gleði á hestamótum var grill um kvöldið, söngur og vín. Síðan var haldið á ball þar sem Geirmundur spilaði og söng en síðan fara málin aðeins að flækjast og man ég ekki mikið meira eftir mér þangað til um morguninn eftir að einhvert blessaða barnið var klínt á rúðu (og sá ég bara upp upp upp) og kallaði ,,AMMA! hver er eiginlega í bílnum þínum?"

Ég get svarið það þetta var ein versta setning sem ég hef bara upplifað, ég lokaði augunum og vonaði það allra, allra besta. En allt kom fyrir ekki og það var staðreynd, ég var ekki í tjaldinu mínu!!

Hvað gerir maður þá?
ég valt út úr bílnum sem reyndist vera þessi forláta Lada, hvít að lit, sem einhver amma átti og hafði lofað mér að sofa úr mér þegar hún sá einhverja hrúgu liggjandi í bílnum sínum. Ekki nóg með það að ég hafði sofnað í Lödu þá var hún akkurat á hinum endanum á tjaldsvæðinu og ég var ekki í neinum skóm.

Hvað gerir maður þá?
Nú auðvitað smellti ég bara lopavettlingunum mínum á fæturnar, því ég hafði náð að halda í þá einhverra hluta vegna, og byrjði að arka af stað, eftir að hafa þakkað fyrir gistinguna, þvert yfir allt svæðið svo örugglega allir gætu nú séð eymdina sem virtist loða við mig.

Ég get með sanni sagt að þetta var ein af mínum ömurlegust stundum í lífinu og næstum því ein af þeim sem maður sver af sér vín. En sem betur fer var ég ekki alveg með óráði og hélt sönsun, því þegar allt kemur til alls, eins og maðurinn sagði ,,það sem maður man ekki... GERÐIST EKKI!!"

Kveðja Birta í hæðum og lægðum
(Austan fjórir, fjórar gráður á celsíus, skýjað)