Já, þá fauk í mig
Einu sinni þegar ég var ung að árum langaði mig ægilega til að fara að æfa fimleika. Þetta vakti ekki mikinn fögnuð heima fyrir enda vissu þau allt um mína lipurð og fögru limaburði, en ég gaf mig ekki, kom þessu í gegn og hóf ferilinn glæsta.
Mér fannst mér ganga rosa vel, amma gaf mér meir að segja fimleikabol og ég æfði stíft fyrir vorsýninguna, sem nálgaðist óðfluga.
Konan sem þjáfaði okkur var ekki á sama máli og hringdi í þrígang heim og bað mömmu um að finna fyrir mig aðra íþrótt þar sem ég væri bæði hættuleg sjálfri mér og hinum krökkunum í fimleikunum. En mamma stoppaði mig ekki, enda fannst mér bara fáránlegt að vera að reyna að hrekja mig úr íþrótt sem ég var svona líka rosalega góð í.
Úr því að ég gafst ekki upp þá tók kerlingin sem þjáfaði okkur sig til og gerði eitt það allra ljótasta sem ég veit til að hafi verið gert 6 ára gömlu barni. Hún fann minn veikasta punkt; vorsýninguna sem ég ætlaði að rúlla upp og toppa á fimleikaferlinum.
Vorsýningin var með eitthvað svona náttúru/álfa/trölla þema og ég var búin að fá hlutverk sem blóm, í rosa flottum búning og allt saman. Nema það að á síðustu stundu breytti þjálfarinn um plan og ég átti að vera TRÖLL, ég sett í svartan ruslapoka, máluð svört í framan og með hárið allt út í loftið. Mér varð svo svakalega misboðið að ég rauk heim af sýningunni, sótbölvandi og brjáluð út í helvítis kerlinguna.
Ég fór aldrei aftur í fimleika....
Kveðja
Helga lipra
SV átt og hæglætisveður
Mér fannst mér ganga rosa vel, amma gaf mér meir að segja fimleikabol og ég æfði stíft fyrir vorsýninguna, sem nálgaðist óðfluga.
Konan sem þjáfaði okkur var ekki á sama máli og hringdi í þrígang heim og bað mömmu um að finna fyrir mig aðra íþrótt þar sem ég væri bæði hættuleg sjálfri mér og hinum krökkunum í fimleikunum. En mamma stoppaði mig ekki, enda fannst mér bara fáránlegt að vera að reyna að hrekja mig úr íþrótt sem ég var svona líka rosalega góð í.
Úr því að ég gafst ekki upp þá tók kerlingin sem þjáfaði okkur sig til og gerði eitt það allra ljótasta sem ég veit til að hafi verið gert 6 ára gömlu barni. Hún fann minn veikasta punkt; vorsýninguna sem ég ætlaði að rúlla upp og toppa á fimleikaferlinum.
Vorsýningin var með eitthvað svona náttúru/álfa/trölla þema og ég var búin að fá hlutverk sem blóm, í rosa flottum búning og allt saman. Nema það að á síðustu stundu breytti þjálfarinn um plan og ég átti að vera TRÖLL, ég sett í svartan ruslapoka, máluð svört í framan og með hárið allt út í loftið. Mér varð svo svakalega misboðið að ég rauk heim af sýningunni, sótbölvandi og brjáluð út í helvítis kerlinguna.
Ég fór aldrei aftur í fimleika....
Kveðja
Helga lipra
SV átt og hæglætisveður
<< Home