Hor og slef á nýju ári...
Gleðilegt nýtt ár kæru lesendur og takk fyrir ánægjulegar samverustundir á árinu (taki það til sín sem eiga). Ég sit hér með hor í nös og kaffibolla og vorkenni sjálfri mér. Ég byrjaði nefninlega árið svo glæsilega með því að krækja mér í einhverja helvítis pest, sem er búin að vera að angra mig síðan fyrir helgi.
En ekki örvænta kæru lesendur, því þetta hefur hvorki komið niður á áfengis- né tóbaksnotkun, sem er líka eins gott, því annars væri ég líklega búin að stytta mér aldur, en gæti jafnvel orsakað líka hvað pestin hefur tollað lengi í mér, nei, nei ég bulla bara. Vískí og íslenskt tóbak er albesta lausnin til að ná úr sér hverskyns pestum sem kunna að herja á mann, þar hafið þið það.
Ég nenni ekki að vera að gera einhvern helvítis áramótanannál, segja hvað á daga mína hefur drifið o.s.frv, því þið vitið það jafn vel og ég að það hefur andskotans ekkert gerst merkilegt utan við almenna drykkju og fylleríisröfl vítt og breitt um landið og ég væri eingöngu að gera upp á milli fólks með því að vera tína einhver minningarbrot fram en gleyma öðrum og valda fólki sárindum. Í stað þess ætla ég að setja nýja slæðusýningu (slideshow)hér til hliðar með nokkrum vel völdum stundum á nýafstöðnu ári.
(ps. ég held ég sé að verða gömul, farin að bíða eftir að skólinn byrji og hið daglega líf fari að komast í fastar skorður)
Kveðja
Helga sólskinsgeisli
-6° á celsíuskvarða, stillt og fínasta veður
En ekki örvænta kæru lesendur, því þetta hefur hvorki komið niður á áfengis- né tóbaksnotkun, sem er líka eins gott, því annars væri ég líklega búin að stytta mér aldur, en gæti jafnvel orsakað líka hvað pestin hefur tollað lengi í mér, nei, nei ég bulla bara. Vískí og íslenskt tóbak er albesta lausnin til að ná úr sér hverskyns pestum sem kunna að herja á mann, þar hafið þið það.
Ég nenni ekki að vera að gera einhvern helvítis áramótanannál, segja hvað á daga mína hefur drifið o.s.frv, því þið vitið það jafn vel og ég að það hefur andskotans ekkert gerst merkilegt utan við almenna drykkju og fylleríisröfl vítt og breitt um landið og ég væri eingöngu að gera upp á milli fólks með því að vera tína einhver minningarbrot fram en gleyma öðrum og valda fólki sárindum. Í stað þess ætla ég að setja nýja slæðusýningu (slideshow)hér til hliðar með nokkrum vel völdum stundum á nýafstöðnu ári.
(ps. ég held ég sé að verða gömul, farin að bíða eftir að skólinn byrji og hið daglega líf fari að komast í fastar skorður)
Kveðja
Helga sólskinsgeisli
-6° á celsíuskvarða, stillt og fínasta veður
<< Home