fimmtudagur, desember 14, 2006

17 kaplar

Sælt veri fólkið
Nú er eitthvað liðið á prófin og ennþá er ég ekki búin að detta í lædómsgírinn eins og ég hélt að ég myndi gera. Ég er samt búin að læra aðeins betur textana hennar Dolly Rebeccu Parton því að sá diskur er aðeins búinn að fá að rúlla og hann er, gott fólk, algör snilld!!! Nýja uppáhaldslagið mitt er núna ,,Apple Jack" eða ,,Epla Jón" eins og það myndi útleggjast á ylhýra.

Jónína hringdi í mig í dag, hún var í Prag, í svakalegri stórri H&M búð. Hún var alveg viss um það að Íslendingar væri með apa í því að velja vörur sem kæmu til Íslands því þetta var víst svakalega fínt, annar en horbjóðurinn sem er hér í boði. Jafnframt var hún viss um að Tékkar væru litblindir þar sem þeir voru víst ekkert að nýta sér þessu fínu búðir sem hún var búin að finna.
Já þeir eru kjánar Tékkarnir, sjáum bara júróvisjón lögin sem þeir senda. Þarf að segja meir?

Jæja er ekki best að fara leggja svona 17 kapla til þess að þurfa ekki að læra...

Birta Dollyfan #1
(P.S. það er til himneskur staður í BNA... Dollywood)

(2 m/sek, -8 gráður, kalt en stillt, norðurljós)