mánudagur, apríl 16, 2007

Sumarvinna... hvað skal gera??

sælt veri fólkið

Nú er ég orðin töluvert spennt fyrir sumrinu og langar mest til þess að drífa þessi próf frá svo maður geti farið að gera eitthvað af viti, eins og vinna. Reyndar er það eitthvað á reiki hvað ég ætla mér að gera en það er eitthvað í boði.

Eftirfarandi er í boði...

Vinna hjá Hilmari
+ skemmtileg vinna og fjölbreytt og góð laun
- er í höfuðborginni, auka húsaleiga og almennt meiri neysla
Vinna hjá Pétri smið
+ er á Hvanneyri
- hann er ekki búinn að svara mér hvort hann þarfnist starfskrafta mína
Vinna við að elda ofan í vegakalla
+ vel borgað og eyði engu
- er á fjöllum með 30 köllum með annan hvern sunnudag frían

Nú er úr vöndu að ráða og er ég í talsverðri sálarangist þess vegna, leggst undir feld og kem með lausn allra mína mála undan honum.. vantar bara að vita hvar maður nálgast þess lags feld.

Birta ljósvetningagoði
(NA 5 m/s, 3°C. hálfskýjað)