Brúðkaup og fleira spennandi
Sælir lesendur góðir
Margt hefur á daga mína drifið síðan skrifað var á þessa síðu síðast. Á fimmtudag kynntum við lokaverkefnin okkar og það var alveg með eindæmum leiðinlegt enda er ég ekki mikið fyrir að sitja kyrr og hlusta lengi í einu og það sem verra er þá þurfti ég að tala og leyfa öðrum að hlusta og í því er ég sérlega léleg. Það var eiginlega verra að tala sjálf en hlusta, varð bara rauð í framan stamandi eins og fáviti innan um allt þetta sprenglærða fólk sem kom að hlusta á fróðleikinn sem rann uppúr okkur útskriftarnemum. Undarlegt, eins og ég hef nú annars gaman að því að tala og geri mikið að því.
Eftir þá niðurlægingu ákváðum við Svana að lyfta okkur aðeins upp með því að fara með hópi fólks að skafa skít af grindum í fjárhúsunum hjá honum Árna á Skarði, því hann er slæmur í baki og finnst gaman að fá fávita í heimsókn. Þar sem sóp hafði ekki verið brugðið á grindurnar í allan vetur var þetta nokkur mokstur en einnig þónokkurt gaman. Árni veitti vel af bjór og víni og eldaði meir að segja ofan í okkur. Ótrúlega klár hann Árni. Þegar mokstri var lokið ákváðum við á fara í sund í Brautartngu eins og svo oft áður. Eftir sundferð var svo haldið heim á leið á túttujeppanum hans Bjarna og haldið á barinn.
Á laugardaginn fórum við svo í brúðkaup Benna og Höllu. Það var mjög merkileg athöfn enda pússaði sjálfur alsherjagoði hjúin saman. Alsherjagoði var þó ekki jafn tilkomumikil sjón eins og ég bjóst við, skegglaus og tuldrandi ofan í bringuna á sér, svekkelesi. Svo fór hann meir að segja illa með vínið, sullaði þessu meir og minna niður. Síðan var veisla á Indriðastöðum, ball og allt saman og heilmikil gleði. Þegar við fórum heim fékk ég með mér eina 8 lítra af bollu úr brúðkaupinu til að viðhalda gleðskapnum og var það heilmikil sárabót fyrir að þurfa að kúldrast í skottinu á rollunni heim og það liggjandi ofan á sementspoka.
Jæja þetta er orðið gott....Bið ykkur vel að lifa
Helga María í syngjandi sveiflu
Blíðviðri, NA gola og 7,7°á selsíuskvarða
Margt hefur á daga mína drifið síðan skrifað var á þessa síðu síðast. Á fimmtudag kynntum við lokaverkefnin okkar og það var alveg með eindæmum leiðinlegt enda er ég ekki mikið fyrir að sitja kyrr og hlusta lengi í einu og það sem verra er þá þurfti ég að tala og leyfa öðrum að hlusta og í því er ég sérlega léleg. Það var eiginlega verra að tala sjálf en hlusta, varð bara rauð í framan stamandi eins og fáviti innan um allt þetta sprenglærða fólk sem kom að hlusta á fróðleikinn sem rann uppúr okkur útskriftarnemum. Undarlegt, eins og ég hef nú annars gaman að því að tala og geri mikið að því.
Eftir þá niðurlægingu ákváðum við Svana að lyfta okkur aðeins upp með því að fara með hópi fólks að skafa skít af grindum í fjárhúsunum hjá honum Árna á Skarði, því hann er slæmur í baki og finnst gaman að fá fávita í heimsókn. Þar sem sóp hafði ekki verið brugðið á grindurnar í allan vetur var þetta nokkur mokstur en einnig þónokkurt gaman. Árni veitti vel af bjór og víni og eldaði meir að segja ofan í okkur. Ótrúlega klár hann Árni. Þegar mokstri var lokið ákváðum við á fara í sund í Brautartngu eins og svo oft áður. Eftir sundferð var svo haldið heim á leið á túttujeppanum hans Bjarna og haldið á barinn.
Á laugardaginn fórum við svo í brúðkaup Benna og Höllu. Það var mjög merkileg athöfn enda pússaði sjálfur alsherjagoði hjúin saman. Alsherjagoði var þó ekki jafn tilkomumikil sjón eins og ég bjóst við, skegglaus og tuldrandi ofan í bringuna á sér, svekkelesi. Svo fór hann meir að segja illa með vínið, sullaði þessu meir og minna niður. Síðan var veisla á Indriðastöðum, ball og allt saman og heilmikil gleði. Þegar við fórum heim fékk ég með mér eina 8 lítra af bollu úr brúðkaupinu til að viðhalda gleðskapnum og var það heilmikil sárabót fyrir að þurfa að kúldrast í skottinu á rollunni heim og það liggjandi ofan á sementspoka.
Jæja þetta er orðið gott....Bið ykkur vel að lifa
Helga María í syngjandi sveiflu
Blíðviðri, NA gola og 7,7°á selsíuskvarða
<< Home