Gúmmískór voru það heillin
Undanfarið hefur legið þungt á mér sú staðreynd að gúmmískórnir mínir eru götóttir og eins og flestir vita er ákaflega erfitt að nálgast slíkan varning á haustmánuðum, vegna þess einfaldlega að gúmmískór flokkast undir vorvörur. Sá ég því fram á að þurfa að finna mér annan uppáhaldsskófatnað eða vera hundblaut í lappirnar í allan vetur.
En nú eru bjartir tímar framundan, vegna þess að ég fundið og fjárfest í nýju pari sem stendur nú gljáfægt í forstofunni. Ég er að hugsa um að prófa þá á eftir, er þó ekki viss um að ég tími því, því það rignir og ég gæti óhreinkað þá......sé til.
Þó er helst að frétta að Birta litla er hverfa og ég er að hugsa um að gefa henni kassann undan gúmmískónum, þannig að hún hafi öruggan samastað, svona rétt áður en hún hverfur úr hor.
Meira síðar
Helga himinlifandi
12°á celsíuskvarða og rigningarsuddi
En nú eru bjartir tímar framundan, vegna þess að ég fundið og fjárfest í nýju pari sem stendur nú gljáfægt í forstofunni. Ég er að hugsa um að prófa þá á eftir, er þó ekki viss um að ég tími því, því það rignir og ég gæti óhreinkað þá......sé til.
Þó er helst að frétta að Birta litla er hverfa og ég er að hugsa um að gefa henni kassann undan gúmmískónum, þannig að hún hafi öruggan samastað, svona rétt áður en hún hverfur úr hor.
Meira síðar
Helga himinlifandi
12°á celsíuskvarða og rigningarsuddi
<< Home