Rúni Júl
Kata (betur þekkt sem Kata bílasali) tók lagið með Rúnari og þvílíkan samhljóm hefur maður sjaldan heyrt, það var eins og þau væru búin að spila saman í 40 ár, Simon og Garfunkel hvað! segi ég bara......
Við gátum að sjálfsögðu ekki sleppt því að fá eiginhandaráritun hjá kauða. Eitthvað var orðinn langur tími síðan hann fékk síðast slíka beiðni frá unglingsstúlkum í geðshræringu, setti upp undrunarsvip og sagði svo ,,Í alvöru?", jú auðvitað viljum við fá eiginhandaráritun. Birta rífur bolinn niður og Rúni réði sér vart fyrir kæti ,,Eru´ði ekki að grínast?".....
En eins og sjá má af þessari mynd varð Rúni við þessari ósk okkar og bar sig einkar fagmannlega að eins og sjá má á því hvar vinstri hönd hans er staðsett......
Gleðin og spenningurinn var nær óbærilegur að komast í kynni við svo frægan mann og auðvitað var mynd smellt af til sönnunar þessum sögulega viðburði
Hér má svo sjá afrakstur kvöldsins..............
Seinna um kvöldið var svo drukkið frá sér allt vit og dansað af sér rassgatið og fengu Lunddælingar fullt hús stiga fyrir góðan mat, gott ball og frábæra skemmtun.
Kveðja Helga María, baðar sig í frægðarljóma
Sól og heiðskýrt, 0°c
<< Home