fimmtudagur, apríl 10, 2008

Gott fólk

Nú er komið að þessu, á meðan flestir eru að hamast við sveittir að klára BcS ritgerðina sína (það er bekkjarfélagir mínir) er ég að bora í nefið og er komin á nýjar lendur í þeim málum. Fyrir þá sem ekki vita þá mun námi mínu seinka lítillega þar sem mér finnst svo óheyrilega gaman hér:)

Nú er sumarið komið og hrossagaukurinn til landsins þá dríf ég mig í kjól, hleð niður franskri músikk og dilla mér í takt, ég má það. Lömbin fara að koma og ég fer að fara til Ástralíu til að heimsækja Dísu mína og uppáhalds mág. Þeir sem vilja kynna sér lífshætti þeirra þarna niður frá geta farið á ,,downunder.bloggar.is"

Ég er ekki sú eina frá Gullberastöðum sem er að leggja land undir fót. Móðir mín er að fara ásamt fríðu föruneyti til Jemen og Sýrlands held ég, eitthvað á þessar slóðir, til þess að synda í Dauðahafinu með miðaldra konum og annað uppbyggilegt. Sjáum nú til hvort hún kemur lifandi frá því ferðalagi.

Annað er ekki á döfinni nema þá helst að ég er að fara að vinna eftir prófin en ég verð að vinna hjá bróður mínum Unnsteini, sem aumkaði sér yfir vesalinginn mig, ætli maður reyni ekki að gera sitt besta til þess að standa sig.

kveðja Birta á faraldsfæti

(NA 8m/s 3°C sólarglenna en kalt)