miðvikudagur, febrúar 04, 2009

Jæja gott fólk og Mæja

Það sem helsta sem hefur drifið á daga mína er að ég er byrjuð aftur í skólanum eftir pásu í haust og stefni á að klára í vor, það er áfangana. Það kom aðeins babb í bátinn þannig að ég get ekki klárað ritgerðina mína, reyndar þarf ég að finna mér annað til að skrifa um, skemmtilegt, og skila henni vonandi um áramótin 2009/2010. Þetta er það helsta sem er að frétta af mér námslega séð.

,,Ungur í anda" þessu er stundum slengt fram í algjöru kæruleysi og af fólki sem veit í raun ekki alvöru merkingu þess, ég fékk þessa tilfinningu í gær, eða öllu heldur ég var 6 ára í svona 20 mín í gær algjörlega óvart.
Þannig var að ég var að labba í skólann eftir ágætis hádegismat en ég ákvað að fara í kuldagalla þar sem það var um -12°C. Allt í góðu með það og mér var ekkert kalt á leið minni í skólann, bjartsýn og jákvæð til að hefja kennslustund í Eigin rekstri. Þegar ég ætlaði að klæða mig úr gallanum í fatahenginu þá kom upp vandamál, ég gat ekki rennt niður því að rennilásinn hafði fests innan frá eins og gerist stundum. ,,þetta er nú ekki mikið mál" hugsaði ég með mér og ákvað að kippa hressilega í rennilásinn en með þeim afleiðingum að það hertist frekar á takinu og nú var enn verr að losna úr gallanum góða. Ég hamaðist og hamaðist var orðin ennþá rauðari í framan þar til ég gafst upp og þurfti að biðja konu um að hjálpa mér, sem og hún gerði. En við púuðum og andvörpuðum en þetta gekk afskaplega hægt. Ég eldrauð í framan eftir gönguna, með nefrennsli út af frostinu og í kuldagalla eins og börn að láta konu hjálpa mér með rennilásinn... mér leið eins og 6 ára, það vantaði bara að ég væri með sand í munninum.
En þetta er allt í lagi því að kennarinn minn labbaði AÐEINS tvisvar sinnum framhjá mér í vandræðum mínum.

Næst á dagskránni er afmælisvikan mín og ´80 ball á fimmtudaginn 5. febrúar, jejejeje, og ég er komin með búning. Ef til vill koma myndir inn af því... kannski

kveðja Birta gengin í barndóm

(-12°C, heiðskýrt. NA 5 m/s)

fimmtudagur, október 23, 2008

Að loknu sumri

Sælir lesendur góðir, þeir sem eftir eru.....
Eitthvað er búið að vera að jagast og tuða í okkur vegna bloggleysis, en bendum við á heimasíðu Mæju um allar sögur af síðastliðnu sumri og það sem af er hausts.... Þannig við segjum bara Mæja, you go girl og vonumst til þess að hún haldi áfram að gera góða hluti.
Kveðja Helga og Birta
ágætis veður, en gengur á með helvítis hryðjum og viðbjóði.

mánudagur, maí 19, 2008

Sumarfrí

Jæja þá er enn einn viðburðarríkur vetur að baki og ,,sumarfríið" hafið með blóm í haga og það allt saman.

Annars er ég ósköp fegin að skólinn er búinn, var farin að finna fyrir svokölluðum námsleiða svona um eða uppúr septembermánuði, en ég lifði þetta allt saman af.

Á morgun byrja ég að vinna og það verður æði. Ég hef fengið nýjan vinnufélaga þar sem að Birta ákvað að leyfa Syðstu-Fossa búinu að njóta starfskrafta sinna þetta sumarið. Nýji vinnufélaginn er nú ekki af verri endanum, en það er hún Mæja sem allt getur og ég hef trú á því að hún eigi eftir að veita mér einhverja skemmtun og gleði í sumar eins og svo oft áður (Gísla leist meir að segja vel á hana, þá hlýtur hún að vera æði).

Skelli inn tveimur myndum af Skvísu í tilefni dagsins þar sem hún er búin að slá öll óþekktarmet og láta eins og guð sé löngu búin að gleyma henni.........blessuð skepnan

Svo mikil dama....

....og í ærslafullum leik

kv. Helga María, handlagna

Skýjað en hlýtt og milt veður og 7°C

fimmtudagur, apríl 10, 2008

Gott fólk

Nú er komið að þessu, á meðan flestir eru að hamast við sveittir að klára BcS ritgerðina sína (það er bekkjarfélagir mínir) er ég að bora í nefið og er komin á nýjar lendur í þeim málum. Fyrir þá sem ekki vita þá mun námi mínu seinka lítillega þar sem mér finnst svo óheyrilega gaman hér:)

Nú er sumarið komið og hrossagaukurinn til landsins þá dríf ég mig í kjól, hleð niður franskri músikk og dilla mér í takt, ég má það. Lömbin fara að koma og ég fer að fara til Ástralíu til að heimsækja Dísu mína og uppáhalds mág. Þeir sem vilja kynna sér lífshætti þeirra þarna niður frá geta farið á ,,downunder.bloggar.is"

Ég er ekki sú eina frá Gullberastöðum sem er að leggja land undir fót. Móðir mín er að fara ásamt fríðu föruneyti til Jemen og Sýrlands held ég, eitthvað á þessar slóðir, til þess að synda í Dauðahafinu með miðaldra konum og annað uppbyggilegt. Sjáum nú til hvort hún kemur lifandi frá því ferðalagi.

Annað er ekki á döfinni nema þá helst að ég er að fara að vinna eftir prófin en ég verð að vinna hjá bróður mínum Unnsteini, sem aumkaði sér yfir vesalinginn mig, ætli maður reyni ekki að gera sitt besta til þess að standa sig.

kveðja Birta á faraldsfæti

(NA 8m/s 3°C sólarglenna en kalt)

föstudagur, apríl 04, 2008

Rúni Júl

Má til með að skella hér inn nokkrum myndum af okkur stöllum, því enn er frægt fólk að bætast við á bestravinalistann (og þá á ég við fólk eins og Geirmund Valtýsson, Helgu Möller og fleiri heimsþekkta tónlistarmenn og skemmtikrafta).
Nýjasti meðlimurinn er ekki að verri endanum og eins og sjá má af þessum myndum hefur karlinn engu gleymt og var uppá sitt allra besta á þorrablóti Lunddælinga.....

Kata (betur þekkt sem Kata bílasali) tók lagið með Rúnari og þvílíkan samhljóm hefur maður sjaldan heyrt, það var eins og þau væru búin að spila saman í 40 ár, Simon og Garfunkel hvað! segi ég bara......

Við gátum að sjálfsögðu ekki sleppt því að fá eiginhandaráritun hjá kauða. Eitthvað var orðinn langur tími síðan hann fékk síðast slíka beiðni frá unglingsstúlkum í geðshræringu, setti upp undrunarsvip og sagði svo ,,Í alvöru?", jú auðvitað viljum við fá eiginhandaráritun. Birta rífur bolinn niður og Rúni réði sér vart fyrir kæti ,,Eru´ði ekki að grínast?".....

En eins og sjá má af þessari mynd varð Rúni við þessari ósk okkar og bar sig einkar fagmannlega að eins og sjá má á því hvar vinstri hönd hans er staðsett......


Gleðin og spenningurinn var nær óbærilegur að komast í kynni við svo frægan mann og auðvitað var mynd smellt af til sönnunar þessum sögulega viðburði

Hér má svo sjá afrakstur kvöldsins..............

Seinna um kvöldið var svo drukkið frá sér allt vit og dansað af sér rassgatið og fengu Lunddælingar fullt hús stiga fyrir góðan mat, gott ball og frábæra skemmtun.

Kveðja Helga María, baðar sig í frægðarljóma

Sól og heiðskýrt, 0°c

sunnudagur, mars 09, 2008

Snjór og grill

Gott fólk
þennan stórkostlega dag (9. mars) þá átti sköpunargleðin hug minn allan

eins og myndirnar sýna....





Eins var grill á Árgarði föstudagskvöldið og var þar iðkað óhóflegt át og drykkja

Hér má sjá Mæju að fíra upp í grillinu



Sigurliðið í trivial.... hógværir sigurvegarar??




















ekki meir í bili

Birta, leir/snjór í mótun
(-3°C, snjókoma, logn)

Efnisorð:

laugardagur, mars 01, 2008

Fögnum, Íslendingar



Fyrir 19. árum þennan dag fékk hinn gyllti mjöður velþóknun stjórnvalda til þess að nema hér land.

Fögnum, drekkum, fögnum öll sem eitt

Bruggarar


(-5°C, logn, sól)