fimmtudagur, febrúar 08, 2007

Afmælisvikan

Sælt veri fólkið

Nú eru spennandi tímar, ég er að bjóða mig fram sem skemmtanastjóra LBHÍ og er það eina embættið sem er keppni um..

Nú reynir á alla vinina að sanna sig og arka á kjörstað til þess að greiða atkvæði, vonandi mér í hag þar sem þetta er nú afmælisvikan mín.

Á móti mér er ungur drengur á UMSK sem er nú ekki til þess að prýða hann:)

Annars er það að frétta að Búfjárræktarklúbburinn hefur ákveðið að fara í ferð mér til heiðurs þar sem ég á afmæli og fara að skoða í Húnavatnssýslu og Skagafirði alls kyns skepnuhíbýli og mannfólkið sem býr þarna fyrir norðan. Það verður eflaust ánægjulegt þar sem haldið verður af stað um hádegisbil á morgun í rútubifreið og heimferð er á sunnudaginn 11. febrúar (Þá á bekkjafélagi minn Axel Kárason fæðingarafmæli).

Ég hlakka óheyrilega mikið til ferðarinnar og stefni einmitt á Borgnarnesferð á eftir til að kaupa mér vökva þar sem ég vil ekki ofþorna.

Mig grunar að ég eigi eftir að bragða á honum í kvöld þar sem ég ætla að fá eitthvað að fólki yfir til mín eftir kosningaúrslit til þess að drekka mér til samlætis.

Nú er afmælisvikan hálfnuð og fer ég að vænta þess að pakkarnir fari að streyma inn frá þeim sem ekki eru nú þegar búinar að gefa mér. Mér finnst að allir ættu að taka sér til fyrirmyndar Bjarna og Valþór, sem búa fyrir ofan mig, en þeir félagar eru búnir að gefa mér gjöf fyrir fyrsta, annan og þriðja í afmæli og alltaf er það jafn gaman.

Ég kveð í bili og bið ykkur vel að lifa
Birta afmælisbarn

(NA 5 m/sek, -10°C, fínasta afmælisveður)