miðvikudagur, nóvember 29, 2006

Þetta er komið...

Ég er komin með hugmynd....
ég er búin að finna leið til þess að meika það og lifa áhyggjulausu lífi það sem eftir er. Ég er búin að finna leið til þess að sameina mörg af mínum uppáhalds áhugamálum og fá laun fyrir það. Jafnvel verða heimsfræg og geta jafnvel séð fyrir fjölskyldu minni og vinum jafnvel líka (ef þeir eru góðir við mig það er að segja.

Ég ætla að gerast skáld!!!!

-Það er mitt plan, þá get ég verið full alla daga í hugmyndavinnu og ef einhver fer að setja út á það við mig verð ég brjáluð og fer í tilfinningalega krísu út af því allir eru að reyna að hefta mína gáfu og skilja mig ekki.
-Ég þarf ekki að vinna frekar en ég vil að því að ég er að reyna láta skáldagyðjuna koma yfir mig, og svona smáborgaraleg hegðun eins og að vinna er ekki til þess að lokka hana að mér.
-Ég get prófað önnur fíkniefni til þess að víkka sjóndeildarhringinn og skynja aðrar víddir við skrif mín.
-Ef enginn skilur hvað ég er að skrifa eða segja geta ég alltaf sagt vera á undan minni samtíð og einstaklingar á þessum tíma eru ekki á sama þróunarstigi og ég og hafa því ekki þroska og gáfur til þess að skilja verk mín.

Já gott fólk nú er þetta komið, búin að redda þessu... ég er seif

Bið ykkur vel að lifa
Birta, talandi skáld

(NNA 4 m/sek, 2 gráður á celsíus, prýðis veður)

miðvikudagur, nóvember 22, 2006

Sannur jólaandi

Sælt veri fólkið

Fyrst að jólin nálgast óðfluga og hinn sanni jólaandi á eftir að hellast yfir allt og alli í formi vægrar geðveilu sem virðist hrjá svona.... humm 99% landans. En hvað um það þá er þessi geðveila ekki aðeins eitthvað sem einkennir Íslendinga því ég hef orðið var við þetta erlendis, nánar tiltekið í mínu móðurlandi.

Það var þannig nefnilega að ein jólin ákváðum við að vera í Noregi, til þess að sjá hverning upprunalegu Íslendingarnir gerðu það. Það gekk svo sem slysalaust fyrir sig nema eitt atvik sem ég man alveg sérstaklega, það felur í sér ömmu og marsipangrís.

Það er nefnilega einhver lenska þar, svo sem eins og hér, að hafa svona einskonar möndlugjöf. Sem væri svo sem ekki frásögufærandi nema fyrir það að ég hlaut hnossið og viti menn fékk þennan fína marsipangrís í verðlaun. Þarna sat ég með með móðurfjölskudu minni, móður og systrum í mestu makindum hæst ánægð með að hafa unnið verðlaunin þar til hún amma mín kær færðist nær mér og hrifsaði að mér grísinn og beit af honum hausinn....

Hvað á maður að gera? Óharnaður unglingurinn...

Ég er nú ekki að segja að þetta var eitthvað hræðilegt (ber ör fyrir lífstíð) en þetta dettur mér í hug alltaf stöku sinnum svona í kringum hátíðarnar.

Kveðja Birta jólagrís
(Austan þrír m/sek, 2 gráður á celsius)

miðvikudagur, nóvember 15, 2006

Á barmi heimsfrægðar

Sælt veri fólkið

Við vorum nokkur saman að vinna að skemmtiatriði fyrir árshátíðina sem verður næstkomandi laugardag. Búvísindi fyrtsta, annað og þriðja ár erum saman með eitt atriði og miðað við hvað við erum búin að skemmta okkur vel þá hlýtur það bara að verða fyndið. Við munum að minnsta kosti hlægja okkur máttlaus á meðan þau verða sýnd.

En það er búið að skamma mig svo mikið fyrir að kjafta frá eða næstum því kjafta frá þannig ég held að það sé best að segja sem minnst og biðja ykkur bara vel að lifa

Kveðja Birta fetar stjörnuslóð
(ASA 4 m/sek -9 gráður á celsíus)

laugardagur, nóvember 11, 2006

Frekar stirð

Sæl veri fólkið
í gær var Hrútavinafélagið Hreðjar að borga skuld sína við Jón á Kópa. En við keyptum af honum Lundason sem ber nú nafnið Hreðjar IV, og mun hann verða boðinn upp næstkomandi föstudag.

Við borguðum fyrir hrútinn með skítamokstri og því verður ekki neitað að ég finn aðeins örla á stirðleika í skrokknum, en það er örugglega ekkert á við Svein sem var með okkur og var í keppni um að moka sem hraðast, og já hann vann alveg þá keppni.

Það er samt ekki laust við að manni er farið að hlakka til atburðarins á föstudaginn, það verður eflaust fróðlegt að vita hver verður stærsti hluthafi af Hreðjari.

Hvet sem flesta nær og fjær til þess að mæta á þennan merka atburð.

Bið ykkur vel að lifa
Birta í djúpum skít

(-2 gráður, logn, hálfskýjað)

miðvikudagur, nóvember 01, 2006

Stundir sem vekja ekki stolt mitt

Það eru nokkrar stundir í lífi mínu sem ég er ekki sérstaklega stolt af...
-fermingargreiðslan mín
-öll gleraugu sem ég hef borið fram til 18 ára aldurs
-ýmsir drengir sem voru myndarlegir í skjóli nætur og ég var að reyna vera töff án gleraugna

og síðast en ekki síst föstudagskvöldið á fjórðungsmóti.

Þetta byrjaði vel og líkt og öll önnur gleði á hestamótum var grill um kvöldið, söngur og vín. Síðan var haldið á ball þar sem Geirmundur spilaði og söng en síðan fara málin aðeins að flækjast og man ég ekki mikið meira eftir mér þangað til um morguninn eftir að einhvert blessaða barnið var klínt á rúðu (og sá ég bara upp upp upp) og kallaði ,,AMMA! hver er eiginlega í bílnum þínum?"

Ég get svarið það þetta var ein versta setning sem ég hef bara upplifað, ég lokaði augunum og vonaði það allra, allra besta. En allt kom fyrir ekki og það var staðreynd, ég var ekki í tjaldinu mínu!!

Hvað gerir maður þá?
ég valt út úr bílnum sem reyndist vera þessi forláta Lada, hvít að lit, sem einhver amma átti og hafði lofað mér að sofa úr mér þegar hún sá einhverja hrúgu liggjandi í bílnum sínum. Ekki nóg með það að ég hafði sofnað í Lödu þá var hún akkurat á hinum endanum á tjaldsvæðinu og ég var ekki í neinum skóm.

Hvað gerir maður þá?
Nú auðvitað smellti ég bara lopavettlingunum mínum á fæturnar, því ég hafði náð að halda í þá einhverra hluta vegna, og byrjði að arka af stað, eftir að hafa þakkað fyrir gistinguna, þvert yfir allt svæðið svo örugglega allir gætu nú séð eymdina sem virtist loða við mig.

Ég get með sanni sagt að þetta var ein af mínum ömurlegust stundum í lífinu og næstum því ein af þeim sem maður sver af sér vín. En sem betur fer var ég ekki alveg með óráði og hélt sönsun, því þegar allt kemur til alls, eins og maðurinn sagði ,,það sem maður man ekki... GERÐIST EKKI!!"

Kveðja Birta í hæðum og lægðum
(Austan fjórir, fjórar gráður á celsíus, skýjað)