miðvikudagur, júlí 04, 2007

Eftir sumarfrí

Sælir lesendur góðir....
Eftir margar erfiðar vinnuvikur ákváðum við að lyfta okkur aðeins upp með ferð á fjórðungsmót á Austurlandi.
Lagt var af stað snemma á föstudagsmorgni við mikla lukku ferðalanga. Mikið kapp var lagt á að geta kælt bjór alla helgina, þannig að fyrsta stopp var í Jökulsárlóni, þar sem var veiddur upp góður ísklumpur sem erlendir ferðalangar voru að enda við að ljósmynda, honum grýtt í stóran stein nokkrum sinnum þar til hann passaði í þar til gert kælibox og þar með var bjórkælingarvandamálið leyst. Að vísu mátti sjá undrunarsvip á útlendingunum og jafnvel tár á hvarmi, en bjórinn var kældur.
Við sýndum prúðmannlega framkomu, drukkum hóflega, vorum ekki með ólæti í brekkunni og hlógum að engum skrítnum........OMG talandi um skrítið fólk, við sáum eitt það allra skrítnasta, ljótasta og jafnframt hamingjusamasta par sem við höfðum séð. Það var eins og þau hefðu verið fryst á hápunkti 80´s tímabilsins og verið afþýdd á laugardagskvöldið. Rauðar gallabuxur, mokkasíur, mittisjakkar, axlapúðar og bara allur pakkinn (nema að allir Austfirðingar sé á þessu tímaskeiði). VÁ tvímælalaust hápunktur helgarinnar. Fuglinn og frú stóðu upp úr!!

kveðja Birta og Helga smiðir (eins og Sússi)
Sólskin og blíðviðri (líkt og síðustu vikur...)