fimmtudagur, ágúst 23, 2007

Nýtt met

Gott fólk og Steingrímur

Ég er ótrúlega ánægð með allt fólkið sem er komið á Hvanneyri til að fræðast, þótt að það sé verið að hola því niður út um allt. Það er bara ekki laust við að ég hlakki til annað kvöld, en þá er fyrsta grillið. Alltaf gaman að sjá hvað fólki gerir af sér svo verð ég líka í því að smella nafni hvers og eins á miða og líma á viðkomandi þannig veit ég hverjir allir eru.

Að öðru þið vitað orðatiltækið ,,koma til dyranna eins og maður er klæddur" jahh ég gerði gott betur, sagan um þegar ég drap næstum póstinn er bara kid stuff miðað við þetta.

úff hér kemur það

Síðust helgi var ég að passa Megas (Chihuahua hundinn hennar Kollu) og allt í lagi með það, en litli pjakkur átti það til að gelta á þá sem voru eitthvað að brasa fram á gangi sem var dulítið hvimleitt þar sem það var fólk að flytja þar inn og sem sagt stanlaus umgangur.

Á laugardeginum var ég að koma úr sturtu og var bara ein heima, dregið fyrir þannig að ég ákvað bara að bera á mig krem finna til föt í rólegheitunum, svona eins og maður gerir, nema hvað að þegar ég er inn í herbergi byrjar litli að góla alveg svakalega. Ég garga eitthvað á hann um að hætta þessu og annað slíkt þangað til að ég gefst upp og stekk fram til að fá hann til að hætta.

En obb obb hvað er á ganginum.... LÁRUS HÚSVÖRÐUR er kominn inn á mitt gólf og þetta hræðilega, hræðilega augnablik sem við stöndum beint á móti hvert öðru með skelfingarsvip þar sem ég er ÁN KLÆÐA fyrir utan handklæði um hausinn virtist vera sem heil eilífð. Þetta var alveg svona Matrix dæmi allt var í sló mósjón og heimurinn stöðvaðist mér til mikillar skelfingar.

Ég áttaði mig loksins og stökk inn í herbergi og gróf mig undir sængina og bara NEI NEI NEI NEI NEI NEI!!!!! mér fannst ég vera óhrein, skemmd og opinberuð. Hvað sem það var sem var verið að refsa mér fyrir þá er ég svo sannarlega búin að taka út mína refsingu jafnvel líka fyrir tilvonandi syndir.

Það versta er samt að ég þarf að hafa samskipti við Lárus í framtíðinni en ég stefni á að hunsa það þangað til að það hverfi og gleymist.

Lifið vel
Birta berrössuð

(skúrir SA 8m/s. 13°c)

þriðjudagur, ágúst 21, 2007

Upprisa

Gott fólk

Ég lifi enn og er full áhuga og lífsþrótti. I´m exited about my life eins og doktor Fill segir.

Núna eru tímar skipulags og ákveðni teknir við, ég er búin að vera að plana þetta blessaða skemmtanalíf og það gengur alveg ágætlega fyrir utan smávæginlega hnökra sem eflaust eiga eftir að leysast. Ég hlakka a.m.k. til að fá drenginga mína mér til halds og traust, þá verður allt betra. Fyrsta grillið verður á föstudaginn og vonandi koma sem flestir því þetta er nauðsynlegt til að sjá öll nýju andlitin það verður líklega í eitt af fáum skiptum sem við fáum að sjá nýnemana þar sem við erum alltaf á Bút. Það er fínt í sjálfum sér en maður fer á mis við að skoða hitt fólkið.

Talandi um Bút þá fórum við Mæja í fyrsta tímann þangað í dag með Magga B. En við vorum aðeins tvær að þessu sinni þar sem bekkjarfélagar okkar eru ennþá að vinna en koma innan tíðar.
Maggi var að tala um að fara í ferð þann 28. september þá annað hvort á Norður- eða Suðurlandið. Ég vona að við förum norður þá get ég verið eftir því að Laufskálarétt er þá helgi og ætla ég að leggja mitt af mörkum við að láta verða af því. Enda svo mikið hægt að skoða af skrítnum Norðlendingum og þeirra háttum

Þar til síðar
Birta upprisin

(Rigning, SA 6 m/s, 12°c. Gott fyrir gróðurinn, þó flestir séu búnir að slá)

fimmtudagur, ágúst 16, 2007

Takk fyrir samveruna....

Gótt fólk

Ég vil bara þakka ykkur fyrir samveruna, þetta er búið að vera ánægjulegt en nú held ég að ég láti lífið. Oft hefur það verið slæmt en nú er nauðsyn. Hver leyfði endurtektarpróf og hvað þá að hafa þau áður en skólinn byrjar. Það er ekki nóg að kennsla hefst þann 20. ágúst heldur eru prófin fyrir þann tíma (eða í mínu tilfelli þann 20.) Hva? sumarið er þá góðar 5 vikur eða eitthvað álíka fáranlegt.

Nú sit ég inni að hamast við það að lesa og það er prýðisveður úti, aldrei langar manni meira út en þegar má það ekki. Á milli lestra tarna fæ ég stressköst yfir því að útskrifast ekki í vor því ég er dulítið á eftir bekkjarfélögum mínum og síðan þess á milli fæ ég stressflog yfir skemmtanahaldi LBHÍ sem ég er búin að flækja mér inní. Sem betur fer er ég með tveimur góðum piltum sem eru í klípunni með mér, ef þeir væru ekki þá væri ég líklega látin nú þegar.

Annars er sumarið búið að vera ágætt, gott veður þó að ég hafi ekki fengið að njóta þess þar sem ég var að vinna innandyra þegar öll sólin var. Við fórum á FM og fór Gullberastaðaliðið í hestaferð í 3 daga. Verslunarmannahelgin var haldin hátíðleg í Þingeyjasýslu með Vöðva Valla.

Hef kannski samband síðar að handan
lifið vel
Birta fer yfirum og kemur að handan

(Norðan 4 m/s, 14° hiti, léttskýjað)