miðvikudagur, janúar 24, 2007

Þetta er búið...

ég féll... í gær


...og mér er alveg sama

mánudagur, janúar 22, 2007

samantekt

Sælt veri fólkið

Nú er allt búið að gerast, ég er búin að losna við leppinn og komin heim úr Hreðjarsferð. Við Helga erum enn að jafna okkur og það verður nú að segjast að fyrsta hugsun mín í morgun var ekki falleg... jahh og ég var ekki upp á mitt besta. Ég held að fegurðarklúturinn sé búinn að vera í hreinsum alla síðustu viku. En nú er ég búin að losna undan oki leppsins og fegurð mín fær að njóta sín að fullnustu vei vei..

Ég held að ég og Helga ætlum að taka því aðeins rólega í áfengisnotkun næstu daga og fyrir mína parta ætla ég að reyna að hemja mig í henni fram að þorrablóti, ég held að það sé góð hugmynd þar sem ég er ekki búin að vera að sinna skólanum sem skyldi og eitthvað sem heitit samviska er að narta í mig, ég kann ekki við það.

Kannski er þetta bara óráð og töflunar sem ég fann að tala, hefði ekki átt að borða þær allar í einu.

Birta fávís kona í ölæði
(ANA 3 m/sek, -6 gráður. skýjað og útlit fyrir snjókomu)

miðvikudagur, janúar 17, 2007

17.janúar

Góðan afmælisdag kæru lesendur.
Jæja loks rann upp þessi langþráði dagur sem ég er búin að bíða eftir síðan á kvöldi 17.janúar í fyrra. Í tilefni dagsins ætla ég að vera með kjötsúpuveislu og er undirbúningur hennar kominn á fullt, Birta situr með sína litlu sjón á hægra auga og stóra leppinn fyrir því vinstra og er að skera rófur og gulrætur með STÓRA hnífnum, gott, gott (hver þarf að hafa 10 putta hvort eð er).
Ég er búin að fá þrjá pakka og fékk ég þá í gærkvöldi í æfingarafmælinu sem var í risinu í 12. Gullberastaðafjölskyldan gaf mér borð sem má bara geyma á bjór, gjöf sem ég geri ráð fyrir að verði mikið notuð. Unnsteinn gaf mér klósettleiðbeiningar sem eru stolnar af klósetti í Danmörku sem voru mjög skemmtilegar og fróðlegar. Óðinn gaf mér náttföt til að nota í Hreðjarsferðinni og samanstóðu þau af u.þ.b. meter af gegnsæjum borða, já Óðinn kann að gleðja.
Það eru svo skemmtilegir tímar framundan að ég á bara bágt með mig, ég á afmæli í dag, á föstudaginn förum við á þorrablót í Gnúpverjahrepp og um helgina förum við svo í ferð í Skaftártunguna með hrútavinafélaginu Hreðjari. Ég er alveg að farast úr spenningi....bjór bjór bjór. Svona reynir á að vera í háskóla úfff.
En þetta er orðið gott, ég ætla að fara að taka á móti afmæliskveðjum og stóru pökkunum sem bíða mín.
Þið munið svo að Dolly Parton á afmæli 19.janúar. Þeir sem vilja senda afmæliskveðjur geta örugglega farið á dollyworld.com og komið á framfæri afmæliskveðjum. Erfitt að þurfa að deila svona afmælisvikunni, en það slær aðeins á sársaukann að eyða henni með stórstjörnu á borð við Dolly.
Ég mun taka við afmæliskveðjum í gegnum síma, emil og á þessari síðu. En gjafirnar verðið þið að koma með sjálf og munið að ég met vini mína eftir stærð og verðmæti gjafa :)
Kveðja Helga afmælisbarn
-7°á celsíuskvarða, stillt og fínasta afmælisveður.

mánudagur, janúar 08, 2007

Hor og slef á nýju ári...

Gleðilegt nýtt ár kæru lesendur og takk fyrir ánægjulegar samverustundir á árinu (taki það til sín sem eiga). Ég sit hér með hor í nös og kaffibolla og vorkenni sjálfri mér. Ég byrjaði nefninlega árið svo glæsilega með því að krækja mér í einhverja helvítis pest, sem er búin að vera að angra mig síðan fyrir helgi.
En ekki örvænta kæru lesendur, því þetta hefur hvorki komið niður á áfengis- né tóbaksnotkun, sem er líka eins gott, því annars væri ég líklega búin að stytta mér aldur, en gæti jafnvel orsakað líka hvað pestin hefur tollað lengi í mér, nei, nei ég bulla bara. Vískí og íslenskt tóbak er albesta lausnin til að ná úr sér hverskyns pestum sem kunna að herja á mann, þar hafið þið það.
Ég nenni ekki að vera að gera einhvern helvítis áramótanannál, segja hvað á daga mína hefur drifið o.s.frv, því þið vitið það jafn vel og ég að það hefur andskotans ekkert gerst merkilegt utan við almenna drykkju og fylleríisröfl vítt og breitt um landið og ég væri eingöngu að gera upp á milli fólks með því að vera tína einhver minningarbrot fram en gleyma öðrum og valda fólki sárindum. Í stað þess ætla ég að setja nýja slæðusýningu (slideshow)hér til hliðar með nokkrum vel völdum stundum á nýafstöðnu ári.
(ps. ég held ég sé að verða gömul, farin að bíða eftir að skólinn byrji og hið daglega líf fari að komast í fastar skorður)
Kveðja
Helga sólskinsgeisli
-6° á celsíuskvarða, stillt og fínasta veður