þriðjudagur, september 25, 2007

Fjölmenningarlegt samfélag á Hvanneyri

Sit hér í makindum mínum á ,,skrifstofunni" í gamla skóla og reyni að hripa niður einhvern texta af ,,viti" í verkefni í vísindaheimspeki. Allt í einu heyri ég þetta líka svaka gól og rýk að sjálfsögðu út í glugga og þarna stendur hvorki meira né minna en maður af erlendu bergi brotinn sem blæs sitt allra besta á sekkjápípu og á þess á milli í roknasamræðum við Steinunni bókasafnsvörð (já hún er við eftir hádegið).........ég segi það sama og Axel.....Hver er hann, hver á hann og hvaðan kom hann? Flestu átti ég nú von á en ekki þessu....
PS. nú eru liðnar svona 10-15 mín og hann er ekki að fara að hætta held ég. Ég fer nú út og tek í hann fljótlega ef hann fer ekki að hætta...OMG

Kveðja
Helga María, aldeilis hissa
Sólskin og ágætisveður

fimmtudagur, september 06, 2007

Gúmmískór voru það heillin

Undanfarið hefur legið þungt á mér sú staðreynd að gúmmískórnir mínir eru götóttir og eins og flestir vita er ákaflega erfitt að nálgast slíkan varning á haustmánuðum, vegna þess einfaldlega að gúmmískór flokkast undir vorvörur. Sá ég því fram á að þurfa að finna mér annan uppáhaldsskófatnað eða vera hundblaut í lappirnar í allan vetur.
En nú eru bjartir tímar framundan, vegna þess að ég fundið og fjárfest í nýju pari sem stendur nú gljáfægt í forstofunni. Ég er að hugsa um að prófa þá á eftir, er þó ekki viss um að ég tími því, því það rignir og ég gæti óhreinkað þá......sé til.

Þó er helst að frétta að Birta litla er hverfa og ég er að hugsa um að gefa henni kassann undan gúmmískónum, þannig að hún hafi öruggan samastað, svona rétt áður en hún hverfur úr hor.

Meira síðar

Helga himinlifandi

12°á celsíuskvarða og rigningarsuddi

miðvikudagur, september 05, 2007

Anó páver II

Gott fólk

Ég finn strax mun...

átakið byrjaði í morgun ég er öll önnur. Ég finn kílóin renna af og hægðirnar ganga ljómandi.
Bráðum koma fyrir og eftir myndir.

kveðja Birta, hverfandi

(smá rigning, SA 4m/s. 12°c)

mánudagur, september 03, 2007

Anó páver

Gott fólk

Líf mitt undanfarna daga hefur verið tiltölulega áfallalaust, strípihneigðin hefur ekki látið á sér kræla, ég hef ekki dottið á neitt eða sagt neitt stórkostlega vandræðalegt.

Reyndar er ég að fara að byrja á herbalife þar sem móðir mín fannst mér og faðir minn orðin helst til of mjúk. Reyndar er pabbi handleggsbrotinn og getur ekki mikið gert til að reyna á sig og á helst ekki að gera það þess vegna hefur aðeins bæst utan á hann að sumra mati (ekki mínu þó) en ég aftur á móti hef enga afsökun. Er búinn að vera í útivinnu í allt sumar (eða þannig) og ætti því með öllu að vera helköttuð og tönnuð, það hefur aðeins misfarist.

Þannig nú ertu betri tímar framundan...
Framtíðarspá
-léttast um 5-7 kg
-vera duglega að læra
-heilsu og námsátak í smá tíma
-verða fyrir vonbrigðum þegar stigið er á vog
-verða fyrir vonbrigðum þegar útkoma úr prófi kemur
-endurvekja átakið
-sjá engan árangur og fara afur í sama bjórþambs farið
-þyngjast enn frekar
-vera sama um kg og fagna mjúkum línum

kveðja
Birta símjúk á brauðið

(Rigning, S, 7m/s 11°c
Rok og rigning)