miðvikudagur, febrúar 04, 2009

Jæja gott fólk og Mæja

Það sem helsta sem hefur drifið á daga mína er að ég er byrjuð aftur í skólanum eftir pásu í haust og stefni á að klára í vor, það er áfangana. Það kom aðeins babb í bátinn þannig að ég get ekki klárað ritgerðina mína, reyndar þarf ég að finna mér annað til að skrifa um, skemmtilegt, og skila henni vonandi um áramótin 2009/2010. Þetta er það helsta sem er að frétta af mér námslega séð.

,,Ungur í anda" þessu er stundum slengt fram í algjöru kæruleysi og af fólki sem veit í raun ekki alvöru merkingu þess, ég fékk þessa tilfinningu í gær, eða öllu heldur ég var 6 ára í svona 20 mín í gær algjörlega óvart.
Þannig var að ég var að labba í skólann eftir ágætis hádegismat en ég ákvað að fara í kuldagalla þar sem það var um -12°C. Allt í góðu með það og mér var ekkert kalt á leið minni í skólann, bjartsýn og jákvæð til að hefja kennslustund í Eigin rekstri. Þegar ég ætlaði að klæða mig úr gallanum í fatahenginu þá kom upp vandamál, ég gat ekki rennt niður því að rennilásinn hafði fests innan frá eins og gerist stundum. ,,þetta er nú ekki mikið mál" hugsaði ég með mér og ákvað að kippa hressilega í rennilásinn en með þeim afleiðingum að það hertist frekar á takinu og nú var enn verr að losna úr gallanum góða. Ég hamaðist og hamaðist var orðin ennþá rauðari í framan þar til ég gafst upp og þurfti að biðja konu um að hjálpa mér, sem og hún gerði. En við púuðum og andvörpuðum en þetta gekk afskaplega hægt. Ég eldrauð í framan eftir gönguna, með nefrennsli út af frostinu og í kuldagalla eins og börn að láta konu hjálpa mér með rennilásinn... mér leið eins og 6 ára, það vantaði bara að ég væri með sand í munninum.
En þetta er allt í lagi því að kennarinn minn labbaði AÐEINS tvisvar sinnum framhjá mér í vandræðum mínum.

Næst á dagskránni er afmælisvikan mín og ´80 ball á fimmtudaginn 5. febrúar, jejejeje, og ég er komin með búning. Ef til vill koma myndir inn af því... kannski

kveðja Birta gengin í barndóm

(-12°C, heiðskýrt. NA 5 m/s)