fimmtudagur, febrúar 14, 2008

enn af afmælum

Gott fólk
Eins og alþjóð veit þá hélt ég upp á afmælisvikuna mína um daginn (1-9. feb) enn er ég ekki búin að fá gjafir frá öllum en ég er tilbúin að fyrirgefa þessa yfirsjón ef þær berast til mín innan febrúarmánaðar 2008.

Sjálfan afmælisdaginn 9. febrúar var ég ekki heima við en ég þorði ekki að aulgýsa það í blöðum þar sem ég veit að það eru til glæpamenn sem nýta sér þess lags upplýsingaflæði og brjótast inn er húsráðendur eru að heiman. Ég var sem sagt í Þingeyjasýslu hjá mínum heittelskaða á Litlu- Reykjum. Þar var haldið þorrablót og gekk það vel, alls ekki vitlaus samkoma. Ég fékk samt nett sjokk um daginn eða seinni partinn og fór að hugsa hvar ég væri stödd þar sem ég var við eldhúsborðið á Litlu-Reykjum og var að drekka Grand með mömmu og ömmu hans Valþórs. Þessi stund var svona vendipunktur í mínu lífi líkt og sú stund sem ég fór að versla gluggagardínur. Ég hraðaði í mér snafsinum og fór síðan að gera eitthvað töff og unglegt.

Þær afmælisgjafir sem ég fékk voru breytilegar en mest megnis góðar þar má nefna rauðvínsglös, hálsfesti með nafninu mínu á, peysu, útvarp, töfratyppi og annað gott og vel nýtanlegt, takk fyrir mig. þegar ég er búin að taka myndir af þessu þá mun ég láta þær hér inn ykkur til yndisauka.

Annað hefur ekki gerst enda myndi það falla í skuggan af afmælisvikunni minni, nýja íbúðin stendur undir sínu og er öllum velkomið að líta við í höllina.

Þar til síðar, lifið heil
Birta ávallt grand

(11°C, sunnan 10m/sek og það rignir)