mánudagur, maí 19, 2008

Sumarfrí

Jæja þá er enn einn viðburðarríkur vetur að baki og ,,sumarfríið" hafið með blóm í haga og það allt saman.

Annars er ég ósköp fegin að skólinn er búinn, var farin að finna fyrir svokölluðum námsleiða svona um eða uppúr septembermánuði, en ég lifði þetta allt saman af.

Á morgun byrja ég að vinna og það verður æði. Ég hef fengið nýjan vinnufélaga þar sem að Birta ákvað að leyfa Syðstu-Fossa búinu að njóta starfskrafta sinna þetta sumarið. Nýji vinnufélaginn er nú ekki af verri endanum, en það er hún Mæja sem allt getur og ég hef trú á því að hún eigi eftir að veita mér einhverja skemmtun og gleði í sumar eins og svo oft áður (Gísla leist meir að segja vel á hana, þá hlýtur hún að vera æði).

Skelli inn tveimur myndum af Skvísu í tilefni dagsins þar sem hún er búin að slá öll óþekktarmet og láta eins og guð sé löngu búin að gleyma henni.........blessuð skepnan

Svo mikil dama....

....og í ærslafullum leik

kv. Helga María, handlagna

Skýjað en hlýtt og milt veður og 7°C